Luxilon – 5.Stórmót TSÍ 13.-18.nóvember 2012

Luxilon – 5.Stórmót TSÍ verður haldið 13.-18. nóvember næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
• “Mini Tennis” fyrir þá yngstu (fæddir árið 2000 eða yngri og skipt í 10 ára og 12 ára flokkar)
• Barnaflokkar (10 & 12 ára og yngri)
• ITN Styrkleikaflokkur sem er opinn fyrir öllum
• ITN Tvíliðaleikur (styrkleikaskipt)

Markmið styrkleikakerfisins er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir nýir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og númerið svo uppfært eftir mótið.

Mótsgjald:
Einliðaleikur
– 1.000 kr./mini tennis; 1.500 kr./fædd f. 1996 og yngri; 3.000 kr./aðra
Tvíliðaleikur – 1.500 kr./f. 1996 og yngri; 2.000 kr./aðra
Hægt er að greiða mótsgjald fyrir fyrsta leik en ef það er ekki gert verður sendur greiðsluseðill fyrir mótgjaldinu og bætast þá við seðilgjald upp á 295 kr.

Mini tennis mótið fer fram miðvikudaginn 14.nóvember kl 14:30-16:00. Allir eiga að mæta kl 14:25. Mótsgjald 1.000 kr.

Skráning: Hér fyrir neðan, á  www.tennis.is eða í netfangi tennis@tennis.is
ATH – Síðasti skráningar (og afskráningar!) dagur fyrir mótið er föstudaginn, 9.nóvember, kl.18.00

Boltar: Wilson

Dómarahappadrætti: Einn miði fyrir hvern dæmdan leik.
Verðlaunaafhending fer fram eftir úrslitaleik ITN móts

Mótskrá: Tilbúin 11.nóvember(kemur inná www.tennis.is og www.tennissamband.is)

Mótstjóri: Raj K. Bonifacius, s.820-0825 tennis@tennis.is
Auglýsingu fyrir mótið má sjá hér.

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.