Birkir og Hjördís Rósa sigruðu á Babolat 4.Stórmóti TSÍ

Sigurvegarar í meistaraflokki karla (t.v. Vladimir, Birkir og Rafn Kumar)

Babolat 4.Stórmót TSÍ lauk á þriðjudaginn með úrslitaleikjum í kvenna- og karlaflokki. Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs sigraði Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings 6-2 og 6-1 í karlaflokki. Í þriðja sæti var Vladmir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs en hann sigraði Hinrik Helgason í hörkuleik um þriðja sætið, 7-5 og 7-5.

Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna (t.v. Hera, Anna Soffia og Hjördís Rósa)

Í kvennaflokki mættust Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa sigraði í tveimur settum 6-3 og 6-1.

Í úrslitaleik ITN tvíliða kepptu Birkir og Rafn Kumar á móti tenniskempunum og þjálfurunum Jóni Axeli Jónssyni og Milan Kosniak úr Tennisfélagi Kópavogs. Birkir og Rafn Kumar sigruðu 7-5 og 6-3.

Sigurvegarar í 10 ára og yngri

Í 16 ára og yngri stelpna sigraði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir.
Í 14 ára og ynri stelpna sigraði Hekla María Oliver.
Í 14 ára og yngri stráka sigraði Ingimar Jónsson.
Í 12 ár og yngri stelpna sigraði Sara Lind Þorkelsdóttir.
Í 12 ára og ynri stráka sigraði Ívan Kumar Bonifacius.
Í 10 ára og yngri sigraði Ívan Kumar Bonifacius.
Í mini tennis sigraði Mikael Kumar Bonifacius.

Öll önnur úrslit í mótinu má sjá hér.

Sigurvegarar í 14 ára og yngri

Sigurvegarar í mini tennis