Mótskrá fyrir 3.Stórmót TSÍ 1.-3.maí 2010

3.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn, 1.maí og verður keppt í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki.

Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:
ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur
ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur

Það verður ekki sérstakt mót fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2000 og síðar) í þetta skiptið, heldur verða þeir krakkar sem skráðu sig í þann flokk með í ITN styrkleikaflokkinum. Að sjálfsögðu verða þó veitt verðlaun í 10 ára og yngri flokknum eftir árangri þeirra í mótinu. Read More …

Keppt verður í úrslitum á 1.Stórmóti TSÍ kl 16:30 í dag

Keppt verður til úrslita í meistaraflokki karla og kvenna á 1. Stórmóti Tennissamband Íslands kl 16:30 í Tennishöllinni Kópavogi.    Í úrslitaleik kvenna mætast  Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir úr Fjölnir og Karítas Gunnarsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs. Í úrslitaleik karla mætast Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og  Raj K. Bonifacius úr Víkingi.

5.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn

Fimmta og jafnframt síðasta Stórmót TSÍ á árinu hefst á laugardaginn, 21.nóvember. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki. Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:

ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur
ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur

Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri verður á mánudaginn, 23.nóvember og hefst kl 14:30. Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn í einliðaleik sem hefst kl 16:30 á mánudaginn.

Read More …