Raj og Sandra Dís sigruðu á 2.Stórmóti TSÍ

Mini tennis keppendurnir

2.Stórmóti Tennissambandi Íslands lauk í gær með hörku úrslitaleik karla og frekar fljótum og öruggum sigri í kvennaflokki.

Raj K. Bonifacius úr Tennisfélagi Víkings sýndi enn og aftur styrkleika sinn þegar hann sigraði Andra Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í jöfnum leik 6-2, 3-6 og 6-1. Mikil barátta einkenndi leikinn og virkilega flottur tennis þar á ferð. Í undanúrslitum þá sigraði Raj Leif Sigurðarson, sem hefur verið að æfa á fullu eftir að hafa hætt í nokkur ár eftir löng og erfið meiðsli. Leifur átti góðan leik en þurfti samt að játa sig sigraðan 6-2 og 6-4. Andri Jónsson sigraði síðan Rafn Kumar Bonifacius, son hans Raj, í hinum undanúrslitaleiknum 6-2 og 6-2 nokkuð auðveldlega þó að Rafn átti mjög gott mót að baki og hefur sýnt fram á mikla framfarir síðustu vikur og mánuði.

Sigurvegarar á 2.Stórmóti TSÍ í karlaflokki: Andri, Leifur, Rafn Kumar og Raj

Í úrslitum kvenna þá sigraði Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Eirdísi Heiði Chen Ragnarsdóttir úr Fjölni örugglega 6-2 og 6-0. Sandra Dís spilaði mjög vel eins og staðan gefur til kynna, þó að Eirdís hafi átt flotta kafla inná milli.

Í mini tennis flokki 10 ára og yngri sigraði Sofia Sóley Jónasdóttir, en hún er einungis 7 ára gömul og mikið efni þar á ferð.

Önnur úrslit má sjá hér fyrir neðan;

ITN Styrkleikaflokkur – einliða

ITN Styrkleikaflokkur – tvíliða

Mótið tókst vel og voru um 85 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni, alveg frá 5 ára upp í rúmlega 40 ára.

Næsta mót á vegum Tennissamband Íslands er Íslandsmótið innanhúss sem verður haldið í Tennishöllinni Kópavogi 26.-31.mars næstkomandi.