Category: Mótahald
2.Stórmót TSÍ – Mótskrá
2.Stórmót TSÍ hefst þriðjudaginn 17.mars í Tennishöllinni í Kópavogi
Dags- og tímasetningar fyrir keppendur – HÉR
Mótskrá – HÉR
Mini tennis mótið verður þriðjudaginn, 17.mars, kl. 15.30-16.30. Það er fyrir alla krakka 18 ára og yngri. Keppt verður í fimm flokkum – 10 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára. Allir eiga að mæta kl 15:20. Mótsgjald er 1.500 kr. Read More …
2.Stórmót TSÍ verður haldið 17.-22.mars
2.Stórmót TSÍ 2015 verður haldið dagana 17.-22.febrúar næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: “Mini Tennis” í öllum barna- og unglingaflokkum – 10 ára / 12 ára / 14 ára / 16 ára / 18 ára og yngri Einliðaleik í barna- og unglingaflokkum
Ertu nokkuð að gleyma þér?
Í dag lokar skráningarkerfi sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikum 2015 formlega. ÍSÍ hvetur þá sem ekki hafa þegar skráð sig til að skrá sig í dag á heimasíðu leikanna. www.iceland2015.is. Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlag sjálfboðaliða. Vilt þú taka þátt sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík dagana 1.-6. júní 2015.
Teitur er fyrsti Íslendingurinn til að vinna gull á ITF móti í öðlingaflokki
Teitur Ólafur Marshall tók þátt á sínu fyrsta ITF móti í öðlingaflokki 35 ára og eldri á Pattaya í Thailandi sem lauk 12.febrúar síðastliðinn. Þetta var jafnframt fyrsta ITF mótið sem Teitur tekur þátt í en hann er 35 ára gamall. Teitur gerði sér lítið
Hjördís Rósa og Raj sigruðu á 1.stórmóti TSÍ
Fyrsta stórmót Tennissambands Íslands lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Í meistaraflokki kvenna mættust í úrslitum Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis. Hjördís Rósa sigraði Heru Björk í þremur settum 3-6, 6-3 og 6-1.
Mótskrá – 1.Stórmót TSÍ
1.Stórmót Tennisamband Íslands 2015 hefst á morgun, föstudaginn 13.febrúar í Tennishöllinni í Kópavogi.
Dags- og tímasetningar fyrir keppendur – HÉR
Mótskrá – HÉR Read More …
1.Stórmót TSÍ verður haldið 11. og 13.-15.febrúar
1.Stórmót TSÍ 2015 verður haldið dagana 11. & 13.-15.febrúar 2015 næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: “Mini Tennis” fyrir þá yngstu – fæddir árið 2003 eða seinna og skipt í 10 ára og 12 ára flokka Einliðaleik í barna- og unglingaflokkum –
Hjördís Rósa og Rafn Kumar sigruðu á Meistaramóti TSÍ
Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar fögnuðu sigri í karla- og kvennaflokki á Meistaramóti Tennissambands Íslands sem lauk í gærkveldi. Rafn Kumar hafði betur gegn föður sínum Raj K. Bonifacius 6-2 og 6-4 í úrslitaleik karla. Úrslitaleikurinn
Leikið til úrslita í meistaramótinu á laugardaginn
Undanúrslitalaleikjum í meistaramóti TSÍ lauk í gær. Í karlaflokki komust feðgarnir Rafn Kumar Bonifacius og Raj K. Bonifacius áfram og munu mætast í úrslitum. Ljóst er að nýr meistari verður krýndur í karlaflokki þar sem meistari síðustu tveggja ára, Birkir Gunnarsson, gat ekki verið með
Riðlakeppni lokið í meistaramótinu
Riðlakeppninni lauk í gær í karla- og kvennaflokki í meistaramóti TSÍ. Í kvennaflokki má sjá úrslit í riðli A hér og riðli B hér. Í karlaflokki má sjá úrslit í riðli A hér og riðli B hér. Hinrik Helgason og Sverrir Bartolozzi hafa báðir orðið
Meistaramótið hófst í dag með heilli umferð
Meistaramót TSÍ hófst í dag með heilli umferð í karla- og kvennaflokki þar sem bestu tennisspilarar landsins etja kappi. Þetta er fimmta árið í röð sem Meistaramótið er haldið á vegum TSÍ og er haldið í Tennishöllinni í Kópavogi.
Búið er að draga í riðla. Keppt er í tveimur riðlum í karla- og kvennaflokki og er raðað í þá eftir styrkleika. Read More …
Hera Björk og Rafn Kumar bikarmeistarar TSÍ
Jóla- og Bikarmót TSÍ og Tennishallarinnar lauk í gær með hörkuspennandi úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisfélagi Fjölnis sigraði Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Hera Björk vann fyrsta settið