Þróunarmeistaramóti Evrópu lokið

Opnunarhátíð Þróunarmeistaramót Evrópu

Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri lauk síðastliðinn laugardag í Antalya, Tyrklandi. Keppnin samanstóð af tveimur mótum þar sem keppt var um hvert sæti í báðum mótum. Eftirfarandi löndum var boðið að senda tvær stelpur og tvo stráka til að keppa fyrir þeirra hönd: Armenía, Albanía, Azerbaijan, Hvíta-Rússland, Bosnía-Herzegovina, Kýpur, Georgía, Ísland, Lettland, Litháen, Makedónía, Malta, Moldavía, Svartfjallaland og Tyrkland. Keppt var hvort tveggja í einliða- og tvíliðaleik

Íslenska landsliðið 14 ára og yngri ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Axel Jónssyni

Þegar á heildina er litið stóðu Íslendingarnir sig mjög vel og gáfu ekkert eftir gegn stóru þjóðunum. Samanlagt unnu Íslendingarnir 12 einliðaleiki af 35 sem verður að teljast flottur árangur fyrir Ísland sem er minnsta þjóðin í keppninni. Leirvellirnir eru heldur aldrei auðveldir viðureignar fyrir þá sem ekki eru vanir, en hægt og rólega tókst þeim þó að aðlagast mjög vel og finna taktinn.

Það sem gerir Þróunarmeistaramót Evrópu skemmtilegt er magnið af leikjum sem hver og einn keppandi fær að spila. Reynslan og keppnisharkan sem leikmenn græða á þeim stutta tíma sem mótaröðin er haldin er gríðarlega mikil og gerir mótaröðina mjög einstaka.

Eftir mótið fengu íslensku keppendurnir eftirfarandi „ranking“ á Evrópulistanum:
Sara nr. 380
Gunnar nr. 383
Björgvin nr. 383
Sofia nr. 433

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um mótið á eftirfarandi slóð: http://tenniseurope.org/news_item.aspx?id=93899

Björgvin Atli endaði í 24.sæti á mótinu

Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna í seinna mótinu: ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu og þýðir að viðkomandi leikmaður hefur ekki „ranking“.

Gunnar Eiríksson (endaði í 23.sæti) – Einliðaleikur
Umferð 1: Tap vs Irakli Tsurtsumia (340) Georgía 6-4 6-3
Umferð 2: bye
Umferð 3: Tap vs Gjorgji Jankulovski (107) Makedónía 6-1 6-2
Umferð 4: Sigur vs Marko Prascevic (383) Svartfjallaland 6-4 6-1
Umferð 5: Sigur vs Björgvin Atli Júlíusson (383) Ísland 6-3 4-6 6-4

Sara Lind endaði í 16.sæti á mótinu

Björgvin Atli Júlíusson (endaði í 24.sæti) – Einliðaleikur
Umferð 1: Tap vs Stefanos Savva (205) Kýpur 6-2 6-2
Umferð 2: Bye
Umferð 3: Tap vs Alin Andries (360) Moldavía 6-0 6-3
Umferð 4: Sigur vs Rajan Dushi (383) Albanía 6-3 7-5
Umferð 5: Tap vs Gunnar Eiríksson (383) Ísland 6-3 4-6 6-4

Sofia Sóley endaði í 19.sæti á mótinu


Sara Lind Þorkelsdóttir (endaði í 16.sæti) – Einliðaleikur
Umferð 1: Sigur vs Viola Hoti (443) Albanía 6-3 6-4
Umferð 2: Tap vs Mariam Dalakishvili (19) Georgía 6-1 6-1
Umferð 3: Tap vs Viktoriya Kanapatskaya (102) Hvíta Rússland 6-1 6-0
Umferð 4: Tap vs Zeynep Sena Sarioglan (94) Tyrkland 6-0 6-0
Umferð 5: Tap vs Marija Tumanoviciute (336) Litháen 6-1 6-1

Sofia Sóley Jónasdóttir (endaði í 19 sæti) – Einliðaleikur
Umferð 1: Tap vs Darija Krzovska (41) Makedónía 6-3 6-0
Umferð 2: Sigur vs Marina Hovhannisyan (388) Armenía 4-6 6-1 6-2
Umferð 3: Sigur vs Brunilda Mrruku (443) Albanía 6-3 6-3
Umferð 4: Tap vs Senada Mujic (302) Bosnía 6-3 2-6 6-2
Umferð 5: Bye

Tvíliðaleikur – Gunnar & Björgvin
Umferð 1: Tap vs Stefanos Savva (205) & Sergios Kyzas (31) Kýpur 6-0 6-4

Tvíliðaleikur – Sara & Sofia
Umferð 1: Tap vs Florentia Hadjigeorgiou (274) & Eleni Louka (95) Kýpur 6-2 6-0