Ísland í riðli með Litháen og Kýpur á Fed Cup

Íslensku stelpurnar f.v Hera Björk, Hjördís Rósa, Anna Soffia og Iris

Fed Cup hefst á morgun í Svartfjallalandi. Keppt er í þremur þriggja liða riðlum og einum fjögurra liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku.

Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli A með Litháen og Kýpur. Ísland hefði getað verið heppnari í dráttnum þar sem Litháen er hæst á styrkleikalistanum í deildinni. Ísland mætir Kýpur á morgun í fyrsta leik. Hægt er að fylgjast með viðureigninni á morgun hér og í beinni hér. Hjördís Rósa mun spila einliðaleik númer 1 og Anna Soffia einliðaleik númer 2. Þær munu svo spila saman tvíliðaleikinn.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í riðlakeppninni hér.