
Category: Mótahald
4. Stórmót TSÍ 23.-25.okt 2010
4. Stórmót TSÍ verður haldið 23.-25.okt. næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í þremur flokkum: Mini tennis fyrir 10 ára og yngri og ITN styrkleikaflokki bæði einliða- og tvíliðaleik fyrir alla aðra. Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir byrja að keppa við jafnsterkan
Íslandsmóti utanhúss lauk í gær
Íslandsmótið utanhúss kláraðist með glæsibrag í gær. Þátttaka í barna- og öðlingaflokki var frekar dræm að þessu sinni. Þrátt fyrir það voru margir góðir leikir spilaðir þó að veðurguðirnir hafi ekki verið mótinu hliðhollir síðustu daga. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Kjartan Pálsson sýndu enn á
Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í barna- og öðlingaflokkum
Íslandsmótið utanhúss í barna- og öðlingaflokkum hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða- og tvíliðaleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér.
Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst kl 16. Read More …
Arnar og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik
Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir bæði úr Tennisfélagi Kópavogs urðu í dag Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik. Í úrslitaleik kvenna spiluðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og tók 2 klukkustundir og 15
Hin 12 ára Hjördís Rósa tryggði sér brons í einliðaleik kvenna
Tólf ára stelpa úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, tryggði sér í dag bronsverðlaun á Íslandsmótinu utanhúss þegar hún sigraði landsliðskonuna Ragnhildi Valtýsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í hörkuleik. Leikur Hjördísar og Ragnhildar tók tæpa 1,5 klukkustund en Hjördís vann í tveimur settum, 6-4 og 6-4.
Arnar og Raj Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla
Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla. Þetta er jafnframt 14 tvíliðaleikstitils Arnars í röð en þriðji tvíliðaleikstitill Raj en hann hefur alltaf unnið þegar hann hefur spilað með Arnari. Þrjú lið
Rebekka og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik kvenna
Í dag urðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þetta er í þriðja skipti sem Rebekka verður Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik en fyrsti tvíliðaleikstitill Söndru Dísar. Þrjú lið voru skráð til leiks í tvíliðaleik kvenna
Birkir og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvenndarleik
Í gær var keppt í hreinum úrslitaleik í tvenndarleik á Íslandsmóti utanhúss. Sandra Dís Kristjánsdóttir og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs spiluðu á móti Hrafnhildi Hannesdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Davíð Halldórssyni úr Tennisfélagi Kópavogs. En Davíð og Hrafnhildur eru núverandi Íslandsmeistarar innanhúss. Sandra Dís
Skráning í barna- og öðlingaflokka Íslandsmótsins utanhúss
Íslandsmót utanhúss í barna- og öðlingaflokkum verður haldið 11. – 15. ágúst. Hægt er að skrá sig hér á síðunni. Skráningu lýkur sunnudaginn 8. ágúst kl 18:00. Mótskrá verður svo birt á hér á síðunni 10. ágúst. Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst kl 16. Read More …
Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki
Íslandsmótið utanhúss hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér fyrir neðan:
- Meistaraflokkur einliðaleikur karla
- Meistaraflokkur einliðaleikur kvenna
- Meistaraflokkur tvíliðaleikur karla
- Meistaraflokkur tvíliðaleikur kvenna
- Meistaraflokkur tvenndarleikur
Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna verður kl 14:00 á sunnudaginn.
Read More …
Íslandsmót utanhúss 4.-15.ágúst 2010
Stærsta mót sumarsins, Íslandsmótið utanhúss verður haldið 4. – 15. ágúst næstkomandi á tennisvöllum Tennisfélag Kópavogs. Meistaraflokkur verður haldinn 4. – 8. ágúst og barna- og öðlingaflokkar verða haldnir 11. – 15. ágúst. Read More …
Miðnæturmót Víkings var haldið í gærkvöldi
Hið árlega Miðnæturmót Víkings var haldið í gærkvöldi. Mótið tókst vel og voru spilaðar 10 umferðir af tvíliðaleik þar sem skipt var um tvíliðaleiksspilara í hverri umferð. Þátttakendur voru samtals 16 og var spilað á 4 völlum. Víkingurinn Kolbeinn Tumi sigraði mótið með því að vinna allar 10 umferðirnar og samtals 56 lotur. Read More …