Raj sigraði Jón Axel í úrslitum á 5.Stórmóti TSÍ

Sigurvegarar í ITN styrkleikaflokki einliða - t.v. Rafn (3.sæti), Raj (1.sæti) og Jón Axel (2.sæti)

5.Stórmóti TSÍ lauk laugardaginn 27.nóvember síðastliðinn. Mótið tókst mjög vel og voru 92 þátttakendur á mótinu sem gerði það að verkum að flytja þurfti hluta af mótinu yfir á aðra helgi þar sem það komst ekki allt fyrir á einni helgi.

Í ITN styrkleikaflokki einliða mættust Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Jón Axel Jónsson úr Tennisdeild UMFÁ. Raj sigraði 6-1 og 6-2. Raj hefur verið ansi sigursæll á stórmótum TSÍ og sigrað 4 af 5 stórmótum sem haldin hafa verið á árinu. Glæsilegur árangur hjá honum.

Sigurvegarar í ITN styrkleikaflokki tvíliða - t.v. Rafn, Hinrik, Davíð, Jón Axel, Vladimir og Kjartan

Í þriðja sæti var Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sem sigraði Jónas Pál Björnsson 6-2 og 6-1.

Ungir og þyrstir keppendur

Í úrslitaleik ITN styrkleikaflokki tvíliða kepptu Jón Axel Jónsson úr Tennisdeild UMFÁ og Davíð Halldórsson úr Tennisdeild Kópavogs á móti Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Hinrik Helgasyni úr Tennisfélagi Kópavogs. Jón Axel og Davíð sigruðu 9-2. Kjartan Pálsson og Vladimir Ristic lentu í 3.sæti.

Sverrir Bartolozzi úr Tennisdeild UMFÁ sigraði í U14 ára strákar og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir  í U14 ára stelpur.

Ingimar Jónsson sigraði í U12 ára  strákar og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir í U12 ára stelpur.

Ivan Bonifacius sigraði í U10 ára strákar og Melkorka I. Pálsdóttir í U10 ára stelpur.

Sofia Sóley Jónasdóttir sigraði í mini tennis.

Úrslit í öllum flokkum má sjá hér.