Arnar og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik

Sandra Dís og Arnar

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir bæði úr Tennisfélagi Kópavogs urðu í dag Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik.

Í úrslitaleik kvenna spiluðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og tók 2 klukkustundir og 15 mínútur. Rebekka byrjaði betur og komst í 5-3 í fyrsta setti en Sandra náði að jafna 5-5. Rebekka komst svo í 6-5 en Sandra Dís náði að jafna 6-6 og því þurfti að spila oddalotu sem Sandra Dís sigraði 8-6. Sandra Dís sigraði svo seinna settið 6-2.

Í úrslitaleik karla mættust Arnar og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings eins og svo oft áður. Arnar sigraði nokkuð létt að þessu sinni í tveimur settum, 6-1 og 6-0. Arnar varð þar með Íslandsmeistari í einliðaleik fjórtánda árið í röð.

Í þriðja sæti varð Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Birkir sigraði Jón Axel Jónsson úr Tennisdeild UMFÁ í tveimur settum, 6-3 og 6-4.

Nánari úrslit má sjá hér: