Íslandsmóti utanhúss lauk í gær

Hjördís Rósa var þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmótið utanhúss kláraðist með glæsibrag í gær. Þátttaka í barna- og öðlingaflokki var frekar dræm að þessu sinni. Þrátt fyrir það voru margir góðir leikir spilaðir þó að veðurguðirnir hafi ekki verið mótinu hliðhollir síðustu daga.

Vladimir, Hinrik og Kjartan stóðu sig allir mjög vel á mótinu

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Kjartan Pálsson sýndu enn á ný styrkleika sína og unnu til flestra verðlauna í barna- og unglingalflokkum. Hjördís Rósa var Íslandsmeistari í 12, 14 og 18 ára en 16 og 18 ára aldursflokkar voru sameinaðir vegna lélegrar þátttöku. Kjartan var Íslandsmeistari í 16 ára og 18 ára en í 2.sæti í 14 ára þar sem Vladimir Ristic vann hann í úrslitaleiknum. Vladimir stóð sig feiknarvel á mótinu og sýndi fram á miklar framfarir eftir sumarið. Allir þátttakendur stóðu sig prýðilega og voru til fyrirmyndar á mótinu.

Andri Jónsson mótstjóri kvaðst vera ánægður með mótið þó hann hefði viljað sjá til sólar síðustu 5 daga. Þess í stað öðluðust keppendur mikla keppnisreynslu í að spila í erfiðum aðstæðum utanhúss. En það er jú hluti af því að keppa á Íslandsmótinu utanhúss.

Nánari úrslit frá barna- og öðlingaflokkum má sjá hér.

Sofia, Ivan og Mikael kepptu í mini tennis