
Category: Mótahald
3-0 tap gegn gríðarsterku liði Moldavíu
Íslenska karlalandsliðið tapaði 3-0 gegn gríðarsterku liði Moldavíu á Davis Cup í dag. Allir leikmenn íslenska landsliðsins spiluðu í dag. Arnar Sigurðsson og Birkir Gunnarsson spiluðu einliðaleiki á móti númer 1 og 2 hjá Moldavíu. Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson spiluðu tvíliðaleik á móti
ITN tvíliðaleikur á 4.Stórmóti TSÍ frestað um viku
Vegna Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva laugardagskvöldið 14.maí er keppni í ITN styrkleikaflokki tvíliða frestað til laugardagskvöldsins 21.maí.
Ísland sigraði Möltu 2-1 í dag
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í dag og sigraði Möltu 2-1. Arnar Sigurðsson spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland og sigraði Bradley Callus 6-1 og 6-1. Andri Jónsson spilaði næsta leik og tapaði fyrir Matthew Asciak (nr. 1766 í heiminum) 2-6 1-6. Staðan því
Raj sigraði örugglega á 4.Stórmóti TSÍ
4.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitaleik í einliðaleik ITN Styrkleikaflokks. Raj Bonifacius úr Tennisdeild Víkings lagði son sinn Rafn Kumar Bonifacius einnig úr Tennisdeild Víkings örugglega 6-1 og 6-2 í úrslitaleiknum. Þetta er í annað skiptið á árinu sem feðgarnir mætast í úrslitum á stórmóti
Karlalandsliðið komið til Skopje á Davis Cup
Karlalandslið Íslands er komið til Skopje í Makedóníu þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðli. Þetta er í sextánda skiptið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup eða allt frá árinu 1996. Keppnin hefst á miðvikudaginn 11.maí og er leikið til
Raj og Rafn Kumar mætast í úrslitum kl 16:30 í dag á 4.Stórmóti TSÍ
4. stórmóti TSÍ lýkur i dag í Tennishöll Kópavogs með úrslitaleik í meistaraflokki karla kl 16:30. Þar mætast í úrslitum Raj Bonafacius og Rafn Kumar Bonafacius báðir úr Tennisdeild Víkings. Raj sigraði Sveriir Bartolozzi Tennisdeild UMFÁ í undanúrslitum 6-0 og 6-0. Rafn Kumar sigraði Vladimir
Mótskrár fyrir 4.Stórmót TSÍ 7.-9.maí 2011
4.Stórmót TSÍ hefst á morgun laugardaginn, 7.maí og verður keppt í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt er í einliða í ITN styrkleikaflokki og barnaflokkum 10 ára og yngri og 12 ára og yngri. Keppt verður í ITN Styrkleikaflokki laugardaginn, 14.maí. Mótskrár má sjá hér fyrir neðan ITN
4. Stórmót TSÍ – 7.-9.maí 2011
4.Stórmót TSÍ verður haldið 7.-9.maí næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi. Mótinu er skipt í eftirfarandi fjóra flokka: “Mini Tennis” fyrir þá yngstu (fæddir árið 2001 eða yngri) – Mánudaginn 9.maí Barnaflokkar (10 & 12 ára og yngri) ITN Styrkleikaflokkur sem er opinn fyrir öllum ITN Tvíliðaleikur (styrkleikaskipt)
Andri Íslandsmeistari innanhúss – Hjördís Rósa sexfaldur Íslandsmeistari innanhúss
Íslandsmóti innanhúss lauk síðastliðin miðvikudag með úrslitaleik í meistaraflokki karla. Í úrslitaleiknum mættust Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Andri sigraði 6-4 og 6-4 og landaði þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli innanhúss í meistaraflokki. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir náði þeim merka
Andri og Birkir mætast í úrslitum kl 16:30 í dag
Íslandsmóti innanhúss lýkur í dag með úrslitaleik í meistaraflokki karla kl 16:30. Þar mætast í úrslitum Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Andri sigraði Davíð Elí Halldórsson Tennisfélagi Kópavogs í undanúrslitum 6-0 og 6-1. Birkir sigraði Jón Axel Jónsson UMFÁ
Mótskrá – Íslandsmót innanhúss 14.-20.apríl 2011
Íslandsmót innanhúss hefst á morgun fimmtudaginn 14.apríl. Mótskrá fyrir mótið má sjá hér.
ATHUGIÐ að þetta er uppfærð mótskrá. Vegna skráningar og afskráningar í mótinu þá hafa orðið breytingar á nokkrum flokkum, sérstaklega meistaraflokki.
Read More …
Íslandsmót innanhúss 14.-20.apríl 2011
Íslandsmót innanhúss í tennis verður haldið í Tennishöllinni Kópavogi 14.-20. mars næstkomandi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Einliðaleikur
Mini tennis 10 ára og yngri
Strákar/Stelpur 10 ára og yngri
Strákar/Stelpur 12 ára og yngri Read More …