Ísland sigraði Möltu 2-1 í dag

F.v. Jón Axel, Andri, Arnar og Birkir

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í dag og sigraði Möltu 2-1. Arnar Sigurðsson spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland og sigraði Bradley Callus 6-1 og 6-1. Andri Jónsson spilaði næsta leik og tapaði fyrir Matthew Asciak (nr. 1766 í heiminum) 2-6 1-6. Staðan því 1-1 og ljóst að tvíliðaleikurinn væri úrslitaleikur. Arnar og Andri sigruðu í spennandi og jöfnum leik þá Matthew Asciak og Mark Gatt 7-6(6) og 6-4 eftir tvær langar rigningarpásur.

Á morgun mætir Ísland Moldavíu en þeir eru með mjög sterkt lið og unnu Möltu sannfærandi 3-0. Allir leikmenn Moldavíu eru á heimslistanum, þeirra besti leikmaður er númer 334 í heiminum, næstbesti er númer 641 og þriðji besti númer 880. Það er því ljóst að Ísland þarf að eiga góðan dag á morgun til að fara með sigur af hólmi.