Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2014

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings varð Íslandsmeistari innanhúss í karlaflokki og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki.

Keppt í úrslitum á Íslandsmóti innnahúss kl 15:30 í dag

Keppt verður í úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna kl 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi á Íslandsmóti innanhúss. Úrslitaleikir í barna- og unglingaflokkum fara fram frá kl 8:30-13:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Í meistaraflokki karla mætast feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius

Mótskrá – 1.Stórmót TSÍ 14.-16.febrúar

1.Stórmót TSÍ hefst á morgun og stendur fram á sunnudaginn. Mótskrá má finna hér fyrir neðan með því að leita eftir:

Vinsamlega hafa samband við Raj K. Bonifacius mótstjóra ef ykkur vantar hjálp að finna upplýsingar – s.820-0825 / raj@tennis.is
Verðlaunaafhending fer fram kl 15 sunnudaginn, 16.febrúar í Tennishöllinni. Read More …