Category: Mótahald
Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2014
Íslandsmóti innanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings varð Íslandsmeistari innanhúss í karlaflokki og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki.
Keppt í úrslitum á Íslandsmóti innnahúss kl 15:30 í dag
Keppt verður í úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna kl 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi á Íslandsmóti innanhúss. Úrslitaleikir í barna- og unglingaflokkum fara fram frá kl 8:30-13:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Í meistaraflokki karla mætast feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius
Mótskrá – Íslandsmót innanhúss 25.-30.mars 2014
Íslandsmót innanhúss verður haldið 25.-30. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótskrá má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan: Read More …
Íslandsmót innanhúss 25.-30.mars 2014
Íslandsmót innanhúss verður haldið 25.-30. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Mini tennis fyrir þau yngstu (fædd árið 2002 eða seinna) Einliðaleikur Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur Meistaraflokkur karla og kvenna.
Aldursflokkamót Babolat
Mótskrá í aldursflokkamóti Babolat í 10 ára og yngri, 14 ára og yngri og í meistaraflokki/ITN flokki má sjá hér. Mótskrá fyrir 12 ára og yngri, 16 ára og yngri og öðlingaflokka má sjá hér. Read More …
Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu á 1.Stórmóti TSÍ
Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Víkingi sigruðu í kvenna- og karlaflokki á Stórmóti Tennissambands Íslands í dag. Anna Soffía mætti Hjördísi Rósu Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í úrslitaleik meistaraflokks kvenna og sigraði í þremur settum, 3-6, 6-2 og 6-4
Mótskrá – 1.Stórmót TSÍ 14.-16.febrúar
1.Stórmót TSÍ hefst á morgun og stendur fram á sunnudaginn. Mótskrá má finna hér fyrir neðan með því að leita eftir:
Vinsamlega hafa samband við Raj K. Bonifacius mótstjóra ef ykkur vantar hjálp að finna upplýsingar – s.820-0825 / raj@tennis.is
Verðlaunaafhending fer fram kl 15 sunnudaginn, 16.febrúar í Tennishöllinni. Read More …
Ísland tapaði gegn Kýpur í síðasta leik
Ísland lauk þátttöku sinni á Fed Cup í dag með 0-3 ósigri gegn Kýpur. Í fyrri einliðaleiknum spilaði Anna Soffia Grönholm á móti leikmanni númer 3 hjá Kýpur Andria Tsaggaridou. Anna Soffia tapaði 6-2 og 6-0. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir spilaði seinni einliðaleikinn fyrir Ísland á
Fyrsti sigur Hjördísar á Fed Cup
Ísland mætti Möltu í dag á Fed Cup í síðari leik sínum í riðlakeppninni og tapaði 2-1. Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði fyrsta leikinn á móti Elaine Genovese sem spilar númer 2 fyrir Möltu. Hera spilaði vel en tapaði leiknum 6-1 og 6-1. Í öðrum leiknum
Tap gegn sterku liði Írlands í fyrsta leik
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Fed Cup í Eistlandi í dag en töpuðu 3-0 gegn sterku liði Írlands. Anna Soffia Grönholm sem spilar númer 2 fyrir Ísland spilaði fyrsta leikinn á móti Jane Fennelly númer 3 hjá Írlandi. Anna Soffia tapaði 6-1 og 6-0.
Ísland í riðli með Írlandi og Möltu á Fed Cup
Fed Cup hefst á morgun í Eistlandi. Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Armenía, Danmörk, Eistland, Grikkland , Írland , Kýpur, Moldavía, Madagaskar, Malta, Namibía og Noregur. Keppt er í fjórum þriggja liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir
Kvennalandsliðið farið út til Eistlands á Fed Cup
Íslenska kvennalandsliðið í tennis hélt til Tallins í Eistlandi í morgun þar sem það keppir á Fed Cup í 3.deild Evrópu/Afríku riðils, en Ísland hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í tíunda skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók