Category: Fréttir
Tap gegn sterku liði Írlands í fyrsta leik
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Fed Cup í Eistlandi í dag en töpuðu 3-0 gegn sterku liði Írlands. Anna Soffia Grönholm sem spilar númer 2 fyrir Ísland spilaði fyrsta leikinn á móti Jane Fennelly númer 3 hjá Írlandi. Anna Soffia tapaði 6-1 og 6-0.
Ísland í riðli með Írlandi og Möltu á Fed Cup
Fed Cup hefst á morgun í Eistlandi. Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Armenía, Danmörk, Eistland, Grikkland , Írland , Kýpur, Moldavía, Madagaskar, Malta, Namibía og Noregur. Keppt er í fjórum þriggja liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir
Kvennalandsliðið farið út til Eistlands á Fed Cup
Íslenska kvennalandsliðið í tennis hélt til Tallins í Eistlandi í morgun þar sem það keppir á Fed Cup í 3.deild Evrópu/Afríku riðils, en Ísland hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í tíunda skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók
1.Stórmót TSÍ 14.-16.febrúar 2014
1.Stórmót TSÍ árið 2014 verður haldið 14.-16.febrúar næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: • “Mini Tennis” fyrir þau yngstu (fædd árið 2002 eða yngri og skipt í 10 og 12 ára flokka) • Barnaflokkar (10 & 12 ára og yngri) • ITN
Birkir og Hjördís Rósa fögnuðu sigri á Meistaramóti TSÍ
Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar fögnuðu sigri í karla- og kvennaflokki á Meistaramóti Tennissambands Íslands sem lauk á þriðjudaginn. Birkir mætti Rafni Kumar Bonifacius úr Víkingi í spennandi úrslitaleik og sigraði í tveimur settum eftir mikla baráttu 7-5
Meistaramótið hefst í dag
Meistaramótið hefst í dag þar sem bestu tennisspilarar landsins í kvenna og karlaflokki etja kappi. Þetta er fjórða árið í röð sem Meistaramótið er haldið á vegum TSÍ og er haldið í Tennishöllinni í Kópavogi. Búið er að draga í riðla. Keppt er í tveimur
Hjördís Rósa og Rafn Kumar Bikarmeistarar TSÍ
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings, urðu Bikarmeistarar TSÍ með því að sigra í kvenna- og karlaflokki á Jóla-og Bikarmóti Tennissambands Íslands sem lauk á mánudaginn. Hjördís Rósa sigraði Heru Björk Brynjarsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í úrslitaleiknum í
Mótskrá – Jóla- og Bikarmót TSÍ Meistara- og öðlingaflokkar
Jóla- og Bikarmót TSÍ fyrir meistara- og öðlingaflokka hefst 27.desember og stendur til 30.desember. Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:
- ITN styrkleikaflokkur einliða
- ITN styrkleikaflokkur tvíliða
- 30 ára og eldri karla einliða
- 40 ára og eldri karla einliða
- Öðlingaflokkur karla tvíliða
Mótstjóri er: Grímur Steinn Emilsson – grimur@tennishollin.is s.564-4030
Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 15:30. Read More …
Mótskrá – Jóla- og Bikarmót TSÍ börn og unglingar
Síðasta mót ársins, Jóla- og Bikarmót TSÍ fyrir börn og unglinga hefst í dag í Tennishöllinni Kópavogi. Mótskrá fyrir börn og unglinga má sjá hér.
Úrslitaleikur, verðlaunaafhending og pizzapartý hefst 30. desember kl. 18. Read More …
Hjördís Rósa og Birkir kjörin tenniskona og tennismaður ársins
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Birkir Gunnarsson hafa verið valin tenniskona og tennismaður ársins af Tennissambandi Íslands fyrir árið 2013. Hjördís Rósa, sem er einungis 15 ára gömul, er kjörin tenniskona ársins í annað skiptið. Hjördís Rósa hefur átt góðu gengi að fagna á árinu. Hún
Birkir búinn að ná efsta sæti á ITN styrkleikalista TSÍ
Birkir Gunnarsson landsliðmaður og núverandi Íslandsmeistari í tennis hefur náð efsta sætinu á ITN styrkleikalista TSÍ. Þetta er í fyrsta skipti frá því að ITN styrkleikalistinn var stofnaður ári 2007 sem Arnar Sigurðsson er ekki efstur á listanum en hann hefur ekkert keppt á árinu.
Jóla- og Bikarmót TSÍ 17.-30.desember 2013
Síðasta mót ársins, Jóla- og Bikarmót TSÍ verður haldið 17-23. desember fyrir börn og unglinga, 27.-30. desember fyrir fullorðna ásamt ITN flokki. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik á mótinu. Dagana 17-23 desember er keppt í : Mini tennis, 10-, 12-, 14-, 16-, og 18