Tap gegn sterku liði Írlands í fyrsta leik

3-0 tap gegn Írlandi í fyrsta leik

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Fed Cup í Eistlandi í dag en töpuðu 3-0 gegn sterku liði Írlands.

Anna Soffia Grönholm sem spilar númer 2 fyrir Ísland spilaði fyrsta leikinn á móti Jane Fennelly númer 3 hjá Írlandi. Anna Soffia tapaði 6-1 og 6-0.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem spilar númer 1  fyrir Ísland spilaði annan leikinn á móti Amy Bowtell sem er númer 636 í heiminum í einliðaleik og 748 í tvíliðaleik. Hjördís Rósa laut í lægra haldi 6-1 og 6-0 á móti gríðarsterkum andstæðingi.

Í tvíliðaleiknum kepptu Hera Björk Brynjarsdóttir og Sandra Dís Kristjánsdóttir númer 3 og 4 hjá Íslandi á móti Amy Bowtell og Rachel Dillon númer 1 0g 2 hjá Írlandi. Íslensku stelpurnar töpuðu 6-1 og 6-1.

Anna Soffia, Hjördís Rósa og Hera Björk voru allar að spila sína fyrstu landsleiki á Fed Cup í dag.

Ísland mætir Möltu á morgun. Írland og Malta mætast síðan í síðasta leik riðilsins á föstudaginn.