Hjördís Rósa og Rafn Kumar Bikarmeistarar TSÍ

Vladimir og Rafn Kumar mættust í úrslitaleik karla

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings, urðu Bikarmeistarar TSÍ með því að sigra í kvenna- og karlaflokki á Jóla-og Bikarmóti Tennissambands Íslands sem lauk á mánudaginn.

Hjördís Rósa sigraði Heru Björk Brynjarsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í úrslitaleiknum í meistaraflokki kvenna, 6-3 og 6-0.

Rafn Kumar sigraði Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs, 6-4 og 6-2, í úrslitaleiknum í meistaraflokki karla. Í þriðja sæti var Sverrir Bartolozzi úr Tennisdeild UMFÁ en Anton Magnússon gaf leikinn um þriðja sætið.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Rafn Kumar Bonifacius og Vladimir Ristic og í kvennaflokki sigruðu Anna Soffía Grönholm ur TFK og Hjördís Rósa.

Góð þátttaka var í mótinu að þessu sinni eða um 140 þátttakendur en spilað var í barna- og unglingaflokkum, ITN styrkleikaflokki og öðlingaflokkum.

Nánari úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan:

Úrslit meistara- og öðlingaflokkar

Úrslit barna- og unglingaflokkar