Rafn Kumar og Garima sigruðu Stórmót TFK!

Stórmót Tennisfélags Kópavogs var haldið nú á dögunum en þar tóku þátt rúmlega 80 spilarar á öllum aldri. Stórmótið er hluti af mótaröð TSÍ og er þetta fyrsta mót ársins. Það var sérstaklega spennandi keppni í ITN, opna flokknum, en í dag mættust þeir Egill Sigurðsson, Víkingi, og Rafn Kumar Bonifacius, HMR, í keppni um fyrsta sætið sem fór Rafni í vil, 6-2, 6-3, eftir spennandi leik. Garima Nitinkumar Kalugade, Víkingur, sem er aðeins 13 ára að aldri, mætti síðan Jónasi Páli Björnssyni, TFK, í opinni keppni um þriðja sætið en var það Garima sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim leik, 6-2, 6-4. Garima tók þannig þriðja sætið í opnum flokki en um leið hið fyrsta í kvennaflokki. Þær Anna Soffía Grönholm, TFK, og Selma Dagmar Óskarsdóttir, TFK, áttu síðan að keppa um annað sætið í meistaraflokki en Selma þurfti að gefa vegna meiðsla.

Mótslokum var síðan fagnað með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu.

Takk allir fyrir þátttökuna, við hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti!

Hér má sjá helstu úrslit: Úrslit – stórmót TFK

Garima Kalugade og Rafn Kumar – sigurvegarar í meistarflokki kvenna og karla