Emilía Eyva sigraði Tennis Europe U12 Holte III mótið í einliðaleik

Sigurgangur Emilíu Eyva Thygesen heldur áfram á mótaröð Evrópsku tennissambandsins, “Tennis Europe.”   Í gær vann hún Tennis Europe U12 Holte mótið í Holte Tennisklúbbnum í Danmörk í dramatískum leik á móti Sophia Valsted frá Danmörku, 4-6, 6-1, 14-12 og þurfti hún sex leikbolta til að vinna í oddalotuna í síðasta settinu.  Fyrir úrslitaleikinn vann hún þrjá leiki í undankeppninni
(https://te.tournamentsoftware.com/sport/tournament/draw?id=54B24FC7-3E69-4EDC-9C3E-69E12CC37457&draw=15) og aðra tvo leiki áður en hún mætti Valsted í úrslitaleiknum (https://te.tournamentsoftware.com/sport/tournament/draw?id=54B24FC7-3E69-4EDC-9C3E-69E12CC37457&draw=20).  Emilía keppti einnig í tvíliðaleik og komst í undanúrslit asamt meðspilara hennar, Filippu Foxby Munch (https://te.tournamentsoftware.com/sport/tournament/draw?id=54B24FC7-3E69-4EDC-9C3E-69E12CC37457&draw=22).
Samtals hefur Emilía unnið tvo einliðaleikstitla, fjóra tvíliðaleikstitla og unnið 36 leiki og tapað 10 leikjum á mótaröð Evrópska tennissambandsins í U14 og U12 aldursflokkar (17-7 í einliðaleik og 19-3 í tvíliðaleik) árið 2023. Leikjaskrá Emilíu fyrir árið á mótaröð Evrópska tennissambandsins er hægt að skoða hér – https://te.tournamentsoftware.com/player-profile/F61791DD-206E-45F8-AE2C-CFA4B228A1E8