Kvennalandslið Íslands, 16 ára og eldri, hélt til Kaupmannahafnar, nánar tiltekið í tennisklúbbinn í Farum síðastliðin fimmtudag í þriggja daga æfinga- og keppnisferð. Liðið samanstóð af Önnu Soffíu Grönholm, Bryndísi Rósu Armesto Nuevo, Evu Diljá Arnþórsdóttur, Eygló Dís Ármannsdóttur, Selmu Dagmar Óskarsdóttur og Sofiu Sóley Jónasdóttur en Raj K. Bonifacious fór með sem fararstjóri.
Við komuna til Farum byrjaði liðið á góðri tveggja tíma æfingu úti á leirnum í góðu veðri en fóru æfingaleikirnir síðan fram innanhúss. Á fyrsta keppnisdeginum, föstudegi, byrjaði dagurinn á tveggja tíma æfingu og hófust leikir um kvöldið. Kepptir voru þrír tvíliðaleikir og síðan sex einliðaleikir þar sem heimaliðið sigraði átta af níu leikjum. Eva Diljá kom Íslandi á skorkortið með því að sigra einliðaleik sinn í oddalotu í seinna settinu.
Úrslit, dagur 1:
Tvíliðaleikur
#1 – Caroline & Cassandra (Farum) unnu Önnu & Sofiu 9-2
#2 – Albert & Cristoffer (Farum) unnu Bryndísi & Eygló 9-1
#3 – Claire & Benedikte (Farum) unnu Evu & Selmu 9-5.
Einliðaleikur
#1 – Caroline (Farum) vann Önnu Soffíu 6-3, 6-4
#2 – Albert (Farum) vann Bryndísi 4-6, 6-4,10-5
#3 – Cassandra (Farum) vann Sofiu 6-2, 2-1 (gefið)
#4 – Cristoffer (Farum) vann Eygló 6-1, 6-2
#5 – Benedikte (Farum) vann Selmu 6-2, 6-3
#6 – Eva (Ísland) vann Claire 6-2, 7-6(5)
Á degi tvö hófust leikirnir klukkan 13 en þá hafði danska liðið misst út spilara vegna meiðsla og mætti Emilía Eyva, sem er einnig hluti af íslenska landsliðinu, en spilaði í þetta skiptið á móti okkur. Hún og Anna Soffía áttu frábæran einliðaleik og spiluðu báðir leikmenn mjög vel en vann Emilía naumlega 3-6, 6-4, 10-8.
Úrslit, dagur 2:
Tvíliðaleikur
1# Anna, Sofia & Selma* (Ísland) unnu Albert & Cassöndru 6-2, 3-6, 10-6
2# Bryndís & Eygló (Ísland) unnu Benedikte & Claire 6-2, 6-2
3# Caroline & Cassandra (Farum) unnu Evu og Selmu 6-2, 6-4
*Anna & Sofia spiluðu saman fyrsta settið og Anna & Selma restina af leiknum.
Einliðaleikur
1# Emilía vann Önnu 3-6, 6-2, 10-8
2# Caroline (Farum) vann Bryndísi 3-1 (gefið)
3# Albert (Farum) vann Sofiu 6-3, 6-4
4# Claire (Farum) vann Eygló 2-6, 6-2, 10-5
5# Selma keppti ekki einliðaleik vegna meiðsla hjá leikmönnum Farum.
6# Caroline (Farum) vann Evu 6-2
Að leikjunum loknum var haldin grillveisla þar sem keppendur, foreldrar og þjálfarar fögnuðu saman og hópurinn kvaddist.
Við þökkum Farum tennisklúbbnum fyrir gestrisnina!
https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=51615809-A463-4636-9000-FACA9904C18A&draw=1