Smáþjóðaleikir U14 í tennis – úrslit frá í dag

Krakkarnir eru búin að keppa í dag hér í Lúxemborg, Andri Mateo átti hörku 2,5 kl. einliðaleik á móti strák i 9-16 sæta umferð frá San Marinó en tapaði 7-5, 7-6. Næst keppti Garima og vann hún nr. 4 í stúlka flokkurinn frá Kýpur í 8.manna úrslit, 6-1, 7-5. Ómar Páll keppti næst og tapaði 6-0, 6-0 á móti nr. 8 í mótinu frá Andorra, í 9-16 sæta leik. Emilia keppti síðast og vann nr. 3 í mótinu í 8.manna úrslit, frá Svartfjallaland, 6-2, 6-2. Stelpurnar unnu svo Svartfjallaland í undanúrslitu sem eru nr.2 lið í mótinu, 6-2, 6-2 og eru þær í úrslitaleik á morgun í tvíliðaleik og undanúrslitum í einliðaleik. Strákarnir mun keppa í 13.-16. sæta leik á morgun.