Smáþjóðaleikar U14 í tennis – lokadagurinn

Tólf ára Emilía Eyva Thygesen náði frábæru árangri í gær á U14 tennismótinu Tennis Europe Smáþjóðaleikunum og sigraði í stúlkna einliðaleiksflokknum á móti Zoe-Cheyenne Heins í Lúxembourg eftir að hafa unnið tvíliðaleiksflokkinn daginn áður með Garimu N. Kalugade. Heins var sigurstranglegasti keppandi mótsins og leiddi leikinn þeirra 6-1, 4-1 áður en Emilía kom sér í gang og vann 1-6, 7-5, 6-2 á tveimur á hálfri klukkustund. Garima keppti við næst sterkasta keppanda mótsins, hana Andreu Georgiou Papakyriacou frá Kýpur um þriðja sæti og tapaði í jöfnum leik, 6-3, 7-5. Ómar Páll Jónasson náði 13. sæti með hörku sigri á móti Kurt Bonnici, 6-7, 6-1, 7-5. Andri Mateo Uscategui Oscarsson kláraði mótið í 15. sæti. Þátttökulönd auk Íslands voru Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, San Marino, Mónakó og Svartfjallaland. Þetta eru fyrstu titlar Íslands á Smáþjóðaleikunum í tennis. Fleiri úrslit mótsins má finna hér – https://te.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx…