Raj hefur keppni á heimsmeistaramóti öðlinga í Portúgal með sigri!

ITF Heimsmeistaramót öðlinga (+50, +55 og +60) í tennis hófst í dag í Lissabon, Portugal.  Samtals eru yfir 600 keppendur frá 70 mismunandi löndum – karlar og konur, að taka þátt í einliða, tvíliða og tvenndarleik.

Raj K. Bonifacius er fulltrúi Íslands í ár og vann sinn fyrsta einliðaleik á móti Gurdarshan Singh Ramana frá Indlandi í dag,  6-1, 6-0.   Hann keppir næst á morgun á móti Spánverjanum Fernando Jesus Granero  sem er raðað nr. 7 á styrkleikalista mótsins.