Fed Cup Túnis 2018 – Armenía

Ísland tapaði í dag gegn Armeníu 3-0 í viðureignum.

Sofia Sóley spilaði einliðaleik nr. 2 fyrir Ísland gegn Önnu Movsisyan frá Armeníu. Hún tapaði í hörkuleik 7-5 4-6 6-4 sem stóð yfir í tæpa tvo klukkutíma. Frábær endurkoma frá Sofiu eftir að hafa tapað fyrra settinu en því miður var sú Armenska með bæði reynsluna og öryggið með sér í liði til að klára þriðja settið 6-4.

Anna Soffía spilaði nr. 1 fyrir Ísland gegn Ani Amiraghyan sem var númer 422 í heiminum í fyrra. Anna tapaði fyrsta settinu 6-0 en tókst þá að spýta vel í lófana og gera seinna settið að skemmtilegum bardaga sem endaði 6-3 fyrir þá Armensku. Flottur leikur hjá Önnu sem tókst að láta þá Armensku virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum.

Í tvíliðaleik spiluðu Anna Soffía og Íris Staub gegn Ani Amiraghyan og Marinu Davthyan. Þær Armensku voru því miður með yfirhöndina allan leikinn og kláruðu leikinn 6-2 6-3. Anna og Íris voru þó alls ekki langt frá því að komast í 4-5 og eiga séns á að gera þetta að hörkuleik.

Á morgun mun Ísland spila sinn siðasta leik á mótinu gegn Kósóvó.

 

Jón-Axel Jónsson
Yfirþjálfari TFK, TFG & BH