Fed Cup Túnis 2018 – Sigur gegn Kosóvó!

Íslandi tókst að enda keppni sína á Fed Cup á glæsilegum nótum með hreint út sagt ótrúlegum 2-1 sigri í leikjum gegn Kosóvó.

Sofia Sóley Jónasdóttir keppti nr. 2 fyrir Ísland gegn Blearta Ukehaxaj frá Kosóvó. Það var smá stress í loftinu og leikurinn byrjaði ekki alveg nógu vel hjá Sofiu og tapaði hún fyrsta settinu 3-6 og var 1-2 undir í öðru settinu. Þá tókst henni að slaka aðeins á og byrjaði að finna taktinn hægt og rólega og vann annað settið 6-4. Þriðja og síðasta settið var mjög tilfinningaþrungið en Sofia hélt einbeitingu og fullkomnaði endurkomuna með 6-4 sigri. Ísland leiddi því viðureignina 1-0 eftir fyrsta leik.

Anna Soffía Grönholm spilaði svo næsta leik nr. 1 fyrir Ísland gegn Arlindu Rushita sem er númer 693 á heimslistanum og án efa langbesti spilari Kosóvó og með bestu spilurum mótsins. Anna mætti einbeitt til leiks, átti fínar rispur og náði aðeins að stríða henni en þurfti því miður að lúta í lægra haldi 6-1 6-1.

Í tvíliðaleiknum og úrslitaviðureigninni spiluðu Anna Soffía og Sofia Sóley gegn Arlindu Rushitu og Blearta Ukehaxaj. Stelpurnar frá Kosóvó byrjuðu leikinn betur og unnu fyrsta settið 4-6 og leiddu svo annað settið 0-2 og fengu þar tvo bolta til að komast í 0-3 sem hefði líklegast gert út um leikinn. Íslensku stelpurnar neituðu hins vegar að gefast upp og með hreint út sagt ótrúlegri spilamennsku tókst þeim að vinna leikinn 6-3 6-4 og þar með fyrsti sigur Íslands á Fed Cup 2018 í Túnis að veruleika.

Með sigrinum endaði Ísland í 7. sæti í mótinu og mun án efa hækka á næsta styrkleikalista alþjóða tennissambandssins.

Jón-Axel Jónsson
Yfirþjálfari TFK, TFG & BH