Úrslitaleikir í íslandsmóti innanhúss í tennis!

Í dag, sunnudaginn 21. maí 2017 eru spilaðir úrslitaleikir kvenna og karla. Leikirnir fara fram í Tennishöllinni Kópavogi.

Sunnudagur kl 13:30
1. sæti kvenna: Anna Soffía Grönholm – Hera Björk Brynjarsdóttir
1. sæti karla: Birkir Gunnarsson – Raj Bonifacius

Þarna gefst frábært tækifæri til að sjá okkar bestu leikmenn spila og má búast við hörkuflottum tennis og mikilli baráttu!

Hér má sjá úrslit leikja og stöðuna í mótinu:
https://tsi.is/2017/05/motaskra-islandsmot-innanhuss/

Meðfylgjandi er mótaskrá dagsins og þar eru fleiri áhugaverðir úrslitaleikir í yngri og eldri flokkum.

Lokahóf verður í framhald af úrslitaleikunum kl. 14:30.