Úrslit: Íslandsmót innanhúss 2017!

Íslandsmóti innanhúss í tennis lauk á sunnudaginn með hörkugóðum leikjum og góðri mætingu á verðlaunaafhendingu.

Í karlaflokki lék Birkir Gunnarsson á móti Raj Bonifacius og vann nokkuð örugglega 6-4 og 6-0.

Í kvennaflokki léku Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir og enduðu leikar þannig að Hera Björk vann 6-4 og 6-3 eftir talsverða baráttu.

Jónas Páll Björnsson og börn hans sýndu og sönnuðu að tennis er sannkölluð fjölskylduíþrótt, en þau voru þrjú í fjölskyldunni sem urðu Íslandsmeistarar! Ómar Páll í 10 ára og yngri, Sofia Sóley í 16 ára og yngri og í tvíliðaleik í meistaraflokki og síðan náði Jónas sjálfur að merja sigur í 30 ára og eldri.

Til hamingju með frábæran árangur og skemmtilegan tennis!


Hér að neðan eru verðlaunahafar mótsins:

Íslandsmót Innanhúss – 10 ára börn einliðaleik
1 Ómar Páll Jónasson, Tennisfélag Kópavogs
2 Helga Grímsdóttir, Tennisfélag Garðabær
3 Íva Jovisic, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 12 ára stelpur einliðaleik
1 Eydís Magnea Friðriksdóttir, Tennisdeild Fjölnis
2 Helga Grímsdóttir, Tennisfélag Garðabær
3 Íva Jovisic, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 12 ára strákar einliðaleik
1 Arnaldur Máni Birgisson, Tennisfélag Kópavogs
2 Guðmundur Halldór Ingvarsson, Tennisfélag Kópavogs
3 Pétur Ingi Þorsteinsson, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 14 ára stelpur einliðaleik
1 Berglind Fjölnisdóttir, Tennisdeild Fjölnis
2 Eva Diljá Arnþórsdóttir, Tennisfélag Kópavogs
3 Eydís Magnea Friðriksdóttir, Tennisdeild Fjölnis

Íslandsmót Innanhúss – 14 ára strákar einliðaleik
1 Eliot Robertet, Tennisfélag Kópavogs
2 Tómas Andri Ólafsson, Tennisfélag Garðabær
3 Alex Orri Ingvarsson, Tennisfélag Kópavogs
4 Valtýr Páll Stefánsson, Tennisfélag Garðabær

Íslandsmót Innanhúss – 16 ára stelpur einliðaleik
1 Sofia Sóley Jónasdóttir, Tennisfélag Kópavogs
2 Sara Lind Þorkelsdóttir, Tennisdeild Víkings
3 Eydís Magnea Friðriksdóttir, Tennisdeild Fjölnis

Íslandsmót Innanhúss – 16 ára strákar einliðaleik
1 Tómas Andri Ólafsson, Tennisfélag Garðabær
2 Eliot Robertet, Tennisfélag Kópavogs
3 Alex Orri Ingvarsson, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 18 ára stelpur einliðaleik
1 Anna Soffia Grönholm, Tennisfélag Kópavogs
2 Hekla Maria Jamila Oliver, Tennisfélag Kópavogs
3 Sara Lind Þorkelsdóttir, Tennisdeild Víkings

Íslandsmót Innanhúss – 18 ára strákar einliðaleik
1 Sigurjón Ágústsson, Tennisfélag Kópavogs
2 Tómas Andri Ólafsson, Tennisfélag Garðabær
3 Alex Orri Ingvarsson, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 18 ára börn tvíliðaleik
1 Georgina Athena Erlendsdóttir, Tennisdeild Fjölnis +Sofia Sóley Jónasdóttir, Tennisfélag Kópavogs
2 Tómas Andri Ólafsson, Tennisfélag Garðabær + Eliot Robertet, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 30 ára karlar einliðaleik
1 Jónas Páll Björnsson, Tennisfélag Kópavogs
2 Rúrik Vatnarsson, Tennisdeild Víkings
3 Oscar Mauricio Uscategui, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – 40 ára karlar einliðaleik
1 Oscar Mauricio Uscategui, Tennisfélag Kópavogs
2 Úlfur Uggason, Tennisdeild Víkings
3 Thomas Beckers, Tennisfélag Garðabæjar

Íslandsmót Innanhúss – Meistaraflokk Karla tvíliða
1 Daði Sveinsson+Jonathan Wilkins, Tennisfélag Kópavogs
2 Úlfur Uggason, Tennisdeild Víkings +Oscar Mauricio Uscategui, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – Meistaraflokk Kvenna tvíliðaleik
1 Sofia Sóley Jónasdóttir, Tennisfélag Kópavogs +Sara Lind Þorkelsdóttir, Tennisdeild Víkings
2 Ingibjörg Anna Hjartardóttir, Badmintonfélag Hafnarfjörður +Selma Dagmar Óskarsdóttir, Tennisfélag Kópavogs
3 Hera Björk Brynjarsdóttir, Tennisdeild Fjölnis +Anna Soffia Grönholm, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – Meistaraflokk Karlar einliðaleik
1 Birkir Gunnarsson, Tennisfélag Kópavogs
2 Raj K. Bonifacius, Tennisdeild Víkings
3 Sigurjón Ágústsson, Tennisfélag Kópavogs

Íslandsmót Innanhúss – Meistaraflokk Kvenna einliðaleik
1 Hera Björk Brynjarsdóttir, Tennisdeld Fjölnis
2 Anna Soffía Grönholm, Tennisfélag Kópavogs
3 Selma Dagmar Óskarsdóttir, Tennisfélag Kópavogs

Fyrir nánar upplýsingar um mótið og einstaka leiki getur þú skoðað: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=E96DFECC-41E2-42DD-8378-CE9768AB4445