Frábær dagur á Davis Cup!

Strákarnir okkar spiluðu sína fyrstu leiki í dag á Davis Cup í bænum Sozopol í Bulgaríu.

Óhætt er að segja að þeir hafi átt góðan dag þar sem Ísland náði sínum besta árangri hingað til með 2-1 sigri gegn Moldóvu en Moldóva er númer 62 á heimslistanum og er næst sterkasta liðið á blaði í keppninni.

Rafn Kumar vann fyrri einliðaleikinn 6-3 6-3 á móti Dimitri Baskov, leikmanni nr.2 frá Moldóvu. Birkir vann svo seinni einliðaleikinn 4-6 6-3 7-6 á móti Andrei Soltoianu, leikmanni nr 1 frá Moldóvu. Birkir bjargaði fjórum leikboltum eftir að hafa lent undir 5-2 í þriðja setti.
Vladimir og Egil töpuðu 1-6 3-6 í spennandi tvíleiðaleik á móti þeim Dimitri Baskov og Andrei Soltoianu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur land sem er þetta ofarlega á stigalistanum og því okkar besti árangur hingað til. Gríðarlega góður árangur hjá strákunum okkar!

Við biðjum alla um að taka undir með okkur þegar við óskum strákunum okkar til hamingju með árangurinn í dag og hvetjum þá áfram með baráttukveðjum!