Ísland er komið í topp 100 í Davis Cup!

“Strákarnir okkar” stóðu sig vel í Davis Cup og komust þeir upp um heil 17 sæti og er Ísland nú í 99. sæti listans.

Ísland tók fyrst þátt í Davis Cup 1996 og leikur nú í G3 deildinni í Evrópu (Europe Zone Group III). Leikir Íslands á Davis Cup að þessu sinni voru spilaðir 5.-8. apríl í bænum Sozopol í Bulgaríu á hörðum völlum.

 

Ísland lék í riðli með Fyrrum lýðveldi Makedóníu, Möltu og Moldavíu. Liðstjóri Íslenska liðsins var Birkir Gunnarsson og aðrir leikmenn þeir Rafn Kumar Bonifacius, Vladimir Ristic og Egill Sigurðsson.

Í fyrstu umferð tókst strákunum að sigra Moldavíu 2-1. Fyrrum lýðveldi Makedóníu vann okkur svo 3-0 og Malta 2-1. Ísland hafnaði í neðsta sæti riðilsins á úrslitum úr settum.

Með sætum 2-0 sigri á San Marínó endaði Ísland loks í 13. sæti G3 deildarinnar.

Árangur liðsins:
Rafn Kumar BONIFACIUS 3 – 1    0 – 1
Birkir GUNNARSSON         2 – 2    0 – 1
Vladimir RISTIC                               0 – 2
Egill SIGURÐSSON                         0 – 2
Sjá nánar hér:
http://www.daviscup.com/en/teams/team.aspx?id=ISL