Ísland í riðli með Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið f.v. Vladimir Risitc, Birkir Gunnarsson, Teitur Marshall og Rafn Kumar Bonifacius

Íslenska karlalandsliðið f.v. Vladimir Risitc, Birkir Gunnarsson, Teitur Marshall og Rafn Kumar Bonifacius

Davis Cup hefst í dag í Eistlandi. Azerbaijan dró lið sitt úr keppninni og eru því 15 þjóðir sem taka þátt í stað 16. Keppt verður í þremur fjögurra liða riðlum og einum þriggja liða. Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli C ásamt Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi.

Hinir riðlarnir eru:

A riðill – Moldavía, Malta og San Marínó
B riðill – Írland, Makedónía, Armenía og Albanía
D riðill – Eistland, Grikkland, Kósóvó og Liechtenstein

Ísland hefur keppni á morgun og mætir Kýpur í fyrsta leik kl 10 í fyrramálið. Kýpur er raðað sem þriðja sterkasta liðinu í deildinni.