Karlalandsliðið farið út til Eistlands á Davis Cup

Íslenska karlalandsliðið f.v. Vladimir Risitc, Birkir Gunnarsson, Teitur Marshall og Rafn Kumar Bonifacius

Íslenska karlalandsliðið f.v. Vladimir Risitc, Birkir Gunnarsson, Teitur Marshall og Rafn Kumar Bonifacius

Karlalandsliðið er komið til Tallinn í Eistlandi þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðils en þetta er sjöunda árið í röð sem Ísland keppir í þeim riðli. Jafnframt er þetta tuttugasta árið í röð sem Ísland tekur þátt í Davis Cup.

Liðið er skipað fjórum leikmönnum sem hafa allir keppt áður á Davis Cup. Teitur Marshall er að keppa á Davis Cup í annað sinn. Rafn Kumar Bonifacius og Vladimir Ristic eru að keppa á Davis Cup í þriðja skipti. Birkir Gunnarsson, sem er spilandi fyrirliði liðsins, er reynslumestur í liðinu og er að keppa í sjöunda skipti á Davis Cup.

Sextán þjóðir keppa auk Íslands og eru: Albanía, Andorra, Armenía, Azerbaijan, Kýpur, Eistland, Makedónía, Grikkland, Írland, Kósóvó, Liechtenstein, Malta, Moldavía, Svartfjallaland og San Marínó. Keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild á árinu 2016.

Keppni hefst á miðvikudaginn og stendur fram á laugardag. Keppt er á hörðum völlum innanhúss.