Birkir valinn tennisspilari vikunnar í bandarísku háskóladeildinni

Birkir hefur spilað mjög vel fyrir lið sitt

Birkir Gunnarsson landsliðsmaður, sem spilar fyrir bandaríska háskólaliðið Auburn University at Montgomery, var valinn tennisspilari vikunnar í suðurríkja háskóladeildinni “Southern States Athletic Conference Men’s Tennis Player of the Week” fyrir frammistöðu sína með liði sínu vikuna 16.-22.mars síðastliðinn. Lið Birkis spilaði gegn þremur öðrum háskólaliðum þessa vikuna og Birkir sigraði alla sína leiki, bæði í einliða- og tvíliðaleik.

Birkir hefur spilað númer 3, 4, 5 og 6 fyrir lið sitt og hefur unnið ellefu einliðaleiki en einungis tapað þremur. Í “conference” hefur Birkir unnið alla sex leiki sína og einungis tapað þrettán lotum í þeim leikjum. Hann er líka ósigraður í tvíliðaleik þar sem hann hefur unnið alla sjö leikina sem hann hefur spilað.

Hægt er að lesa nánar um þennan glæsilega árangur Birkis á heimasíðu skólans Auburn University at Montgomery.