Skráning í Íslandsmót utanhúss – meistaraflokkur

Íslandsmót utanhúss í meistaraflokkum verður haldið á Tennisvöllum TFK í Kópavogi 8.- 11. ágúst næstkomandi.

Spilað verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.

Síðasti skráningardagur er 5.ágúst kl 18:00 og mótskrá kemur 7.ágúst kl 12:00.

Þátttökugjald:
Einliðaleikur
3.000 kr.
Tvíliða/Tvenndarleikur 2.000 kr./mann

Úrslitaleikir í einliðaleik í karla- og kvennaflokki og grillpartý verða sunnudaginn 11.ágúst kl 14. Mótsgjald skal greiða mótstjóra fyrir fyrsta leik.

Mótstjóri : Grímur Steinn Emilsson s.564-4030, netfang: grimur@tennishollin.is

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

Vinsamlegast skráið ykkur í mótið með því að fylla inn í formið hér fyrir neðan. Athugið að mikilvægt er að athuga hvort skráning hafi tekist með því að skoða lista yfir skráða keppendur hér fyrir neðan.

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.