Mótskrá – Íslandsmót innanhúss 19.-23. apríl 2012

Íslandsmót innanhús hefst á morgun fimmtudaginn 19.apríl.

Mótskrár fyrir mótið má sjá hér fyrir neðan:

Meistaraflokkur

Barna- og unglingaflokkar

Öðlingaflokkar

Mini tennis mótið fyrir krakka 10 ára og yngri (fædd 2002 og yngri) og 12 ára og yngri (fædd 2000 og 2001) verður á þriðjudaginn, 24.apríl, kl.15.30-17.00. Verðlaunafhending og lítil pizzapartý strax á eftir.

Listi yfir alla skráða keppendur og í hvaða flokka þeir eru skráðir má sjá hér.

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:

  • 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
  • 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
  • 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
  • 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

Mótstjóri: Raj K. Bonifacius, s.820-0825 tennis@tennis.is