Íslandsmót innanhúss 19.-23. apríl 2012

Íslandsmót innanhúss í tennis verður haldið í Tennishöllinni Kópavogi 19.-23. apríl næstkomandi.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Mini tennis fyrir þau yngstu (fædd árið 2002 eða seinna)
  • Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur.
  • Meistaraflokkur karla og kvenna. Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur.
  • Öðlingaflokkar, 30, 40 og 60 ára og eldri. Einliða- og tvíliðaleikur.

Mótsgjald:
Einliðaleikur – 1.000 kr./mini tennis;  2.000 kr./18 ára og yngri  3.000 kr. fullorðnir. 
Tvíliðaleikur – 1.000 kr./ börn og unglingar  2.000 kr fullorðnir.

 Hægt er að greiða mótgjald fyrir fyrsta leik en ef það er ekki gert verður sendur greiðsluseðill fyrir mótgjaldinu og bætist þá við seðilgjald upp á 295 kr.

 Skráning er hér á síðunni.

Síðasti skráningar og afskráningardagur fyrir mótið er 16. apríl.

Verðlaunaafhending og pizzuveisla fer fram strax eftir úrslitaleiki í einliðaleik í meistaraflokkum í kvenna- og karlaflokki.    

Mótskrá:      Tilbúin 18.apríl á tennissamband.is

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.