Úrslitaleikir í meistaramótinu kl 19:30 í dag

Í gær fóru fram undanúrslit í meistaramótinu í meistaraflokki karla og kvenna. Úrslitin voru eftirfarandi:

Iris Staub – Anna Soffia Grönhölm 6-3 6-3
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir – Hera Björk Brynjarsdóttir  gefið (Hera var veik og þurfti að gefa leikinn)
Birkir Gunnarsson – Davíð Halldórsson 6-2 6-4
Rafn Kumar Bonifacius – Jón Axel Jónsson 6-1 6-4

Keppt verður til úrslita og um þriðja sætið í dag bæði í karla- og kvennaflokki:

Leikir um 3. sæti í karla- og kvennaflokki
18:00 Anna Soffía – Hera Björk
18:00 Jón Axel – Davíð

Úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki
19:30 Íris – Hjördís
19:30 Birkir – Rafn Kumar

Þegar úrslit eru ljós verður verðulaunaafhending og uppskeruhátíð TSÍ. Boðið verður upp á tapasrétti og pizzur fyrir krakkana og þá sem vilja.

Við hvetjum alla tennisáhugamenn til að koma og horfa á góðan tennis og taka þátt í veislunni. Verð er 1500 kr og 500 kr fyrir börn. Hægt er að skrá sig á Facebook hér.