Hjördís Rósa og Rafn Kumar sigruðu á 1.Stórmóti TSÍ

Anna Soffia Grönholm (2.sæti) og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir (1.sæti)

1.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitum í einliðaleik karla og kvenna í ITN styrkleikaflokki.

Í kvennaflokki sigraði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Hún sigraði Önnu Soffiu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs 6-1 og 6-3 í úrslitaleiknum.

Í karlaflokki sigraði Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Hann sigraði Sverri Bartolozzi úr Tennisdeild UMFÁ 6-2 og 6-0. Í þriðja sæti var Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs. En Hinrik Helgason úr Tennisfélagi Kópavogs gaf leikinn um þriðja sætið.

Meðalaldur leikmanna í úrslitaleikjum í karla- og kvennaflokki var óvenju lágur að þessu sinni eða 14,3 ár.

Sverrir Bartolozzi (2.sæti) og Rafn Kumar Bonifacius (1.sæti)

Mini tennismótið var skipt í tvo aldursflokka í fyrsta sinn, 10 ára og yngri annars vegar og 11 ára og eldri hins vegar. Í 10 ára og yngri sigraði Ívan Kumar Bonifacius (Víkingi). Í 11 ára og eldri sigraði Aron Ólafsson (UMFÁ).

Í tvíliðaleik ITN styrkleikaflokk sigruðu Rafn Kumar og Vladimir Ristic. Þeir sigruðu  ÁstmundKolbeinsson (Fjölnir) og Hinrik Helgason  3-6, 6-1, 11-9. Anna Soffía og Hjördís Rósa sigruðu Ingimar Jónsson (TFG) og Kári Hrafn Ágústsson (BH) 6-1, 6-3 í leiknum um þriðja sætið.

Nánari úrslit má sjá hér: