Birkir og Hjördís Rósa sigruðu á jóla- og bikarmóti Tennishallarinnar og TSÍ

Anna Soffía og Hjördís Rósa mættust í úrslitum í ITN styrkleikaflokki kvenna

Jóla- og bikamót Tennishallarinnar og TSÍ lauk á gamlársdegi. Góð þátttaka var í mótinu eða um 130 manns.

Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs sigraði Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleik ITN styrkleikaflokks karla. Leikurinn var hörkuspennandi og fór í þrjú sett sem endaði með sigri Birkis 6-3 4-6 og 6-2. Þetta er þriðja mótið í röð sem Birkir og Rafn Kumar mætast í úrslitum og jafnframt þriðja mótið í röð sem Birkir sigrar. Í þriðja sæti var Davíð Elí Halldórsson úr Tennifélagi Kópavogs en hann sigraði Hinrik Helgason úr Tennisdeild Víkings 6-3 og 6-1.

Í úrslitaleik ITN styrkleikaflokks kvenna mættust Anna Soffia Grönholm og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir. Hjördís Rósa sigraði í þremur settum 2-6 6-1 og 6-1.

Birkir sigraði í einliðaleik ITN styrkleikaflokks karla

Í meistaraflokki ITN tvíliðaleik sigruðu Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Vladmir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs. Þeir sigruðu gömlu refina Davíð Elí Halldórsson og Jónas Pál Björnsson báða úr Tennifélagi Kópavogs 6-3 og 6-1.

Öll önnur úrslit í ITN og fullorðinsflokkum má sjá hér.