Birkir og Rafn Kumar mætast í úrslitum á 6.Stórmóti TSÍ kl 16 í dag

Þetta er annað stórmótið í röð sem Rafn Kumar mætir Birki í úrslitum

Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennidseild Víkings  keppa til úrslita í einliðaleik ITN Styrkleikaflokks á 6.Stórmóti TSÍ kl.16 í dag í Tennishöllinni Kópavogi. Á sama tíma keppa Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjalti Pálsson úr Tennisfélagi Fjölnis um þriðja sætið.

Undanúrslitin fóru fram í gær. Þá mættust Birkir Gunnarsson og Hjalti Pálsson. Birkir sigraði örugglega 6-0 og 6-0. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Rafn Kumar Bonifacius og Vladimir Ristic. Rafn Kumar sigraði 6-1 og 6-2.

Í úrslitaleik tvíliða ITN Styrkleikaflokks kepptu Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius á móti Önnu Soffíu Grönhölm og Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur. Birkir og Rafn Kumar sigruðu 6-0 og 6-1.

Í 12 ára og yngri stelpur sigraði Anna Soffía Gronhölm og í 12 ára og yngri strákar sigraði Sigurjón Ágústsson.

Í 10 ára og yngri stelpur sigraði Sofía Sóley Jónasdóttir og í 10 ára og yngri strákar sigraði Ívan Kumar Bonifacius.

Mini tennis fyrir börn 10 ára og yngri verður keppt í dag kl 14:30.