Andri og Birkir mætast í úrslitum kl 16:30 í dag

Birkir og Andri mætast í úrslitum

Íslandsmóti innanhúss lýkur í dag með úrslitaleik í meistaraflokki karla kl 16:30. Þar mætast í úrslitum Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Andri sigraði Davíð Elí Halldórsson Tennisfélagi Kópavogs í undanúrslitum 6-0 og 6-1. Birkir sigraði Jón Axel Jónsson UMFÁ í undanúrslitum 6-3 og 6-0.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir var íslandsmeistari innanhúss í meistaraflokki kvenna. Það vantaði okkar sterkustu keppendur í meistaraflokk kvenna þar sem báðar landsliðskonurnar Sandra Dís Kristjánsdóttir og Iris Staub eru búsettar erlendis og gátu ekki keppt á mótinu að þessu sinni. Einungis voru þrír keppendur í meistaraflokk kvenna og þar sem allar sigruðu alla þurfti að telja lotur til að skera úr um hver væri íslandsmeistari.

Hjördís Rósa er Íslandsmeistari innanhúss í einliðaleik kvenna

Úrslitin í meistaraflokki kvenna voru eftirfarandi:

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sigraði Rögnu Sigurðardóttir 9-5

Hera Björk Brynjarsdóttir sigraði Hjördísi 9-7

Ragna Sigurðardóttir sigraði Heru Björk Brynjarsdóttir 9-6

Verðlaunaafhending og pizzapartý verður á föstudaginn 22.apríl kl 15:30 í Tennishöllinni Kópavogi.