23. ársþingi TSÍ lokið – Helgi Þór kosinn nýr formaður

Helgi Þór Jónasson er nýr formaður Tennissamband Íslands

23.ársþingi TSÍ lauk nú í kvöld um 21:30. Rakel Pétursdóttir sem hafði verið formaður Tennissambands Íslands í eitt ár gaf ekki kost á sér áfram í formannssætið.

Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn nýr formaður Tennissambands Íslands en hann var meðstjórnandi í stjórninni á síðasta ári og í varastjórn árið áður. Hafsteinn Dan Kristjánsson gaf ekki kost á sér áfram eftir 5 ára stjórnarsetu og Ingólfur Hjörleifsson hætti eftir 4 ára stjórnarsetu. Gunnar Þór Finnbjörnsson var kosin áfram í stjórn. Ný í stjórn voru kosin Þrándur Arnþórsson sem var í varastjórn áður áður, Júlíana Jónsdóttir og Bragi Leifur Hauksson. Gunnar og Júlíana voru kosin til tveggja ára en Þrándur og Bragi til eins árs. Í varastjórn koma nýir inn Jón Axel Jónsson og Raj K. Bonifacius. Kosnir voru áfram í varastjórn Jónas Páll Björnsson og Skjöldur Vatnar Björnsson