Andri Íslandsmeistari innanhúss – Hjördís Rósa sexfaldur Íslandsmeistari innanhúss

Verðlaunahafar í meistaraflokki karla. F.v. Jón Axel, Birkir, Andri og Vladimir

Íslandsmóti innanhúss lauk síðastliðin  miðvikudag með úrslitaleik í meistaraflokki karla. Í úrslitaleiknum mættust Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Andri sigraði 6-4 og 6-4 og landaði þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli innanhúss í meistaraflokki.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir náði þeim merka áfanga að vera fjórfaldur íslandsmeistari í einliðaleik, þ.e. í U14, U16, U18 og meistaraflokki kvenna. Auk þess var hún tvöfaldur íslandsmeistari í tvíliðaleik, þ.e. í U14 ára og meistaraflokki kvenna. Stórglæsilegur árangur hjá þessari ungu og efnilegu stelpu.

Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér.

Íslandsmeistarar innanhúss 2011

Ívan Kumar Bonifacius – Mini tennis og U10 strákar
Sofia Sóley Jónasdóttir – U10 stelpur
Óliver Adam Krisjánsson – U12 strákar
Anna Soffía Grönholm – U12 stelpur
Sverrir Bartalozzi – U14 strákar
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir – U14, U16, U18  og meistaraflokkur kvenna
Hinrik Helgason – U16 og U18 strákar
Andri Jónsson – meistaraflokkur kvenna
Davíð Elí Halldórsson – 30 ára og eldri karlar
Rut Steinsen – 30 og 40 ára og eldri konur
Ólafur Helgi Jónsson – 40 ára og eldri karlar

Tvíliðaleikur meistaraflokkur kvenna – Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm