Arnar sigraði örugglega á meistaramótinu

Frá vinstri: Jón Axel 4.sæti, Andri 3.sæti, Arnar 1.sæti og Birkir 2.sæti

Meistaramót í Tennis 2011 fór fram í Tennishöllinni Kópavogi laugardaginn 8. Janúar.

Þá fóru fram úrslitaleikirnir um fyrsta og þriðja sætið:
Leikar fóru þannig að Arnar vann Birki í úrslitum 6-0 og 6-1
Andri vann Jón Axel í leik um þriðja sætið 6-2 og 6-4
Asics umboðið veitti vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Arnar Sigurðsson var í fyrsta sæti, Birkir Gunnarsson öðru sæti og Andri Jónsson þriðja sæti. Jón Axel Jónsson sem lenti í fjórða sæti fékk sérstök aukaverðlaun fyrir skemmtilega takta í mótinu.
TSÍ veitti myndarlegan farandbikar fyrir fyrsta sætið.
Stefnan er sú að Meistaramótið verði árlegur viðburður, þar sem menn vinna sér inn punkta í mótum ársins og sex efstu keppendur ársins vinni sér sæti á Meistaramótinu auk tveggja keppenda úr Jólamótinu.
Að lokinni verðlaunaafhendingu var haldin uppskeruhátíð með pizzum fyrir unga fólkið og tapas réttum fyrir þá fullorðnu.
Þrándur Arnþórsson mótstjóri mótsins og stjórn TSÍ þakkar keppendum og þeim sem komu að horfa á frábæran tennis ásamt styrktaraðilum mótsins.
Nokkrar myndir frá mótinu má sjá hér: