Frestur fyrir unga tennisspilara til að sækja um styrk fyrir viðurkennd mót sem þeir kepptu á erlendis í sumar er 31.október 2010

Tennissamband Íslands ákvað síðastliðið vor að styrkja unga tennisspilara til að keppa á viðurkenndum mótum erlendis í sumar. Tennisspilarar yngri en 20 ára fá 10.000 kr styrk frá Tennissambandi Íslands fyrir hvert mót sem þeir keppa á vegum viðurkennds tennissambands sumarið 2010. Þó mun TSÍ að hámarki leggja út 150.000 kr þannig að ef sótt verður um fyrir fleiri en 15 mót þá mun styrkurinn deilast niður miðað við hlaupandi hlutfall. Fyrst fá allir greitt fyrir eitt mót, síðan allir sem hafa keppt á tveimur mótum, síðan þremur o.s.frv.

Frestur til að skila inn umsókn fyrir þennan styrk rennur út 31.október næstkomandi. Hægt er að senda inn umsókn með því að senda hana á Tennissamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Einnig er hægt að koma umsóknum áleiðis til stjórnarmanna TSÍ. Skilyrði fyrir því að fá styrk er að leikmenn sýni fram á að þeir hafi keppt á vegum viðurkennds tennissambands síðastliðið sumar.