Hin 12 ára Hjördís Rósa tryggði sér brons í einliðaleik kvenna

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir

Tólf ára stelpa úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, tryggði sér í dag bronsverðlaun á Íslandsmótinu utanhúss þegar hún sigraði landsliðskonuna Ragnhildi Valtýsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í hörkuleik.

Leikur Hjördísar og Ragnhildar tók tæpa 1,5 klukkustund en Hjördís vann í tveimur settum, 6-4 og 6-4. Hjördís er núverandi Íslandsmeistari innanhúss í U12 og U14 og mun keppa í unglingaflokkum sem hefjast í næstu viku.

Hjördís hafði áður tapað fyrir Söndru Dís Kristjánsdóttur 6-1 og 6-0 í undanúrslitum og Ragnhildur tapaði fyrir Rebekku Pétursdóttur úr Tennisdeild Fjölnis, 6-4 og 6-0. Sandra Dís og Rebekka leika því til úrslita á morgun kl. 14 á Tennisvöllum Kópavogs.

Íslandsmeistarinn margfaldi Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs vann Birki Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-0 og 6-1 í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings Jón Axel Jónsson úr UMFB  6-2 og 6-0. Úrslitaleikurinn í karlaflokki og leikur um 3.sætið milli Birkis og Jón Axels fer einnig fram á morgun kl. 14.

Allir velkomnir á völlinn. Aðgangur ókeypis.