Sandra Dís komin á tennisstyrk hjá bandarísku háskólaliði

Sandra Dís Kristjánsdóttir (19 ára) í Tennisfélagi Kópavogs, hefur nýlega hafið nám við Savannah State University í Georgia-fylki í Bandaríkjunum á íþróttastyrk þar sem hún spilar fyrir tennislið skólans. Sandra Dís er núverandi Íslandsmeistari utanhúss í einliða-, tvíliða- og tvenndaleik. Fréttaritari Tennissambandsins tók Söndru Dís tali. Read More …

Frestur fyrir unga tennisspilara til að sækja um styrk fyrir viðurkennd mót sem þeir kepptu á erlendis í sumar er 31.október 2010

Tennissamband Íslands ákvað síðastliðið vor að styrkja unga tennisspilara til að keppa á viðurkenndum mótum erlendis í sumar. Tennisspilarar yngri en 20 ára fá 10.000 kr styrk frá Tennissambandi Íslands fyrir hvert mót sem þeir keppa á vegum viðurkennds tennissambands sumarið 2010. Þó mun TSÍ

Arnar og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir bæði úr Tennisfélagi Kópavogs urðu í dag Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik. Í úrslitaleik kvenna spiluðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og tók 2 klukkustundir og 15

Hin 12 ára Hjördís Rósa tryggði sér brons í einliðaleik kvenna

Tólf ára stelpa úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, tryggði sér í dag bronsverðlaun á Íslandsmótinu utanhúss þegar hún sigraði landsliðskonuna Ragnhildi Valtýsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í hörkuleik. Leikur Hjördísar og Ragnhildar tók tæpa 1,5 klukkustund en Hjördís vann í tveimur settum, 6-4 og 6-4.

Arnar og Raj Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla

Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla. Þetta er jafnframt 14 tvíliðaleikstitils Arnars í röð en þriðji tvíliðaleikstitill Raj en hann hefur alltaf unnið þegar hann hefur spilað með Arnari. Þrjú lið

Rebekka og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik kvenna

Í dag urðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þetta er í þriðja skipti sem Rebekka verður Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik en fyrsti tvíliðaleikstitill Söndru Dísar. Þrjú lið voru skráð til leiks í tvíliðaleik kvenna

Birkir og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvenndarleik

Í gær var keppt í hreinum úrslitaleik í tvenndarleik á Íslandsmóti utanhúss. Sandra Dís Kristjánsdóttir og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs spiluðu á móti Hrafnhildi Hannesdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Davíð Halldórssyni úr Tennisfélagi Kópavogs. En Davíð og Hrafnhildur eru núverandi Íslandsmeistarar innanhúss. Sandra Dís

Skráning í barna- og öðlingaflokka Íslandsmótsins utanhúss

Íslandsmót utanhúss í barna- og öðlingaflokkum verður haldið 11. – 15. ágúst. Hægt er að skrá sig hér á síðunni. Skráningu lýkur sunnudaginn 8. ágúst kl 18:00. Mótskrá verður svo birt á hér á síðunni 10. ágúst. Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst kl 16. Read More …

Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki

Íslandsmótið utanhúss hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér fyrir neðan:

Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna verður kl 14:00 á sunnudaginn.
Read More …