Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki

Íslandsmót utanhúss 2010

Íslandsmótið utanhúss hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér fyrir neðan:

Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna verður kl 14:00 á sunnudaginn.

Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst, nánari tímasetning auglýst síðar.

Íslandsmeistari utanhúss í meistaraflokk kvenna frá því í fyrra, Iris Staub, getur ekki tekið þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni og því ljóst að nýr Íslandsmeistari í kvennaflokki verður krýndur.

Hins vegar mun Íslandsmeistari karla frá því í fyrra og síðastliðin 13 ár, Arnar Sigurðsson, taka þátt og getur með sigri varið sinn titil og jafnframt orðið Íslandsmeistari í 14.sinn í röð.

Mótstjóri er Raj K. Bonifacius s. 820-0825 motstjori@tennis.is