Month: August 2010
Sandra Dís komin á tennisstyrk hjá bandarísku háskólaliði
Sandra Dís Kristjánsdóttir (19 ára) í Tennisfélagi Kópavogs, hefur nýlega hafið nám við Savannah State University í Georgia-fylki í Bandaríkjunum á íþróttastyrk þar sem hún spilar fyrir tennislið skólans. Sandra Dís er núverandi Íslandsmeistari utanhúss í einliða-, tvíliða- og tvenndaleik. Fréttaritari Tennissambandsins tók Söndru Dís tali. Read More …
Frestur fyrir unga tennisspilara til að sækja um styrk fyrir viðurkennd mót sem þeir kepptu á erlendis í sumar er 31.október 2010
Tennissamband Íslands ákvað síðastliðið vor að styrkja unga tennisspilara til að keppa á viðurkenndum mótum erlendis í sumar. Tennisspilarar yngri en 20 ára fá 10.000 kr styrk frá Tennissambandi Íslands fyrir hvert mót sem þeir keppa á vegum viðurkennds tennissambands sumarið 2010. Þó mun TSÍ
Tennisdeild Fjölnis komin með tvo nýja glæsilega útivelli
Tennisdeild Fjölnis er komin með tvo nýja útivelli við Egilshöllina. Vellirnir eru með gervigrasi og voru teknir í notkun nú í sumar. Tennisdeild Fjölnis var áður með 2 löglega malbikaða útivelli og einn ólöglegan malbikaðan völl við íþróttamiðstöðina Dalhúsum. Þeir vellir hafa verið rifnir niður
Íslandsmóti utanhúss lauk í gær
Íslandsmótið utanhúss kláraðist með glæsibrag í gær. Þátttaka í barna- og öðlingaflokki var frekar dræm að þessu sinni. Þrátt fyrir það voru margir góðir leikir spilaðir þó að veðurguðirnir hafi ekki verið mótinu hliðhollir síðustu daga. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Kjartan Pálsson sýndu enn á
Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í barna- og öðlingaflokkum
Íslandsmótið utanhúss í barna- og öðlingaflokkum hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða- og tvíliðaleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér.
Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst kl 16. Read More …
Arnar og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik
Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir bæði úr Tennisfélagi Kópavogs urðu í dag Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik. Í úrslitaleik kvenna spiluðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og tók 2 klukkustundir og 15
Hin 12 ára Hjördís Rósa tryggði sér brons í einliðaleik kvenna
Tólf ára stelpa úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, tryggði sér í dag bronsverðlaun á Íslandsmótinu utanhúss þegar hún sigraði landsliðskonuna Ragnhildi Valtýsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í hörkuleik. Leikur Hjördísar og Ragnhildar tók tæpa 1,5 klukkustund en Hjördís vann í tveimur settum, 6-4 og 6-4.
Arnar og Raj Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla
Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla. Þetta er jafnframt 14 tvíliðaleikstitils Arnars í röð en þriðji tvíliðaleikstitill Raj en hann hefur alltaf unnið þegar hann hefur spilað með Arnari. Þrjú lið
Rebekka og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik kvenna
Í dag urðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þetta er í þriðja skipti sem Rebekka verður Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik en fyrsti tvíliðaleikstitill Söndru Dísar. Þrjú lið voru skráð til leiks í tvíliðaleik kvenna
Birkir og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvenndarleik
Í gær var keppt í hreinum úrslitaleik í tvenndarleik á Íslandsmóti utanhúss. Sandra Dís Kristjánsdóttir og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs spiluðu á móti Hrafnhildi Hannesdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Davíð Halldórssyni úr Tennisfélagi Kópavogs. En Davíð og Hrafnhildur eru núverandi Íslandsmeistarar innanhúss. Sandra Dís
Skráning í barna- og öðlingaflokka Íslandsmótsins utanhúss
Íslandsmót utanhúss í barna- og öðlingaflokkum verður haldið 11. – 15. ágúst. Hægt er að skrá sig hér á síðunni. Skráningu lýkur sunnudaginn 8. ágúst kl 18:00. Mótskrá verður svo birt á hér á síðunni 10. ágúst. Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst kl 16. Read More …
Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki
Íslandsmótið utanhúss hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér fyrir neðan:
- Meistaraflokkur einliðaleikur karla
- Meistaraflokkur einliðaleikur kvenna
- Meistaraflokkur tvíliðaleikur karla
- Meistaraflokkur tvíliðaleikur kvenna
- Meistaraflokkur tvenndarleikur
Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna verður kl 14:00 á sunnudaginn.
Read More …