3-0 tap á móti gríðarsterku liði Lúxemborgar

Raj tapaði á móti Bram í dag

Íslenska karlalandsliðið tapaði á móti gríðarsterku liði Lúxemborgar á öðrum keppnisdegi Davis Cup í dag.

Raj K. Bonifacius tapaði á móti Laurent Bram 6-0 og 6-3. Andri Jónsson spilaði á móti Gilles Muller sem er númer 196 í heiminum í einliða og 520 í tvíliða. Andri tapaði 6-0 og 6-3.

Í tvíliðaleik spiluðu Andri Jónsson og Leifur Sigurðarson á móti Laurent Bram og Gilles Muller og töpuðu 6-4 og 6-2.

Ísland mætir Möltu á morgun.