22. Ársþingi TSÍ lokið – nýr formaður kosin

Skjöldur var heiðraður með Gullmerki ÍSÍ og TSÍ

Ársþing TSÍ var haldið í 22. sinn í gærkvöldi og slitið rétt fyrir kl 22:00. Skjöldur Vatnar Björnsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður Tennissamband Íslands eftir að hafa sinnt því hlutverki með miklum sóma í tæp 12 ár eða síðan 12.desember 1988.  Skildi var afhent Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín innan íþróttahreyfingarinnar, bæði fyrir Tennissambandið og Blaksambandið sem hann starfaði fyrir í 11 ár. Einnig var honum afhent Gullmerki TSÍ fyrir störf sín fyrir Tennissambandið, en það er í annað skiptið sem Gullmerki TSÍ er afhent. Skjöldur mun þó áfram starfa fyrir Tennissambandið og var kosin í varastjórn.

Rakel Pétursdóttir var kosin nýr formaður Tennissamband Íslands en hún hefur verið ritari stjórnar TSÍ síðastliðin 2 ár. Helgi Þór Jónasson kemur nýr inn í stjórn TSÍ en hann var í varastjórn á síðasta ári. Ingólfur Hjörleifsson var kosin áfram í stjórn TSÍ. Ekki var kosið um sæti Gunnar Þórs Finnbjörnssonar og Hafsteins Dan Krisjánssonar og sitja þeir áfram í stjórn. Í varastjórn koma nýir inn Skjöldur Vatnar og Þrándur Arnþórsson. Jónas Páll Björnsson var kosinn áfram í varastjórn.